Fótbolti

Í beinni í dag: Toppslagur í Lengjudeildinni og handboltatímabilið fer af stað

Ísak Hallmundarson skrifar
Hvað gera Leiknismenn á móti toppliði Fram í Lengjudeildinni í dag?
Hvað gera Leiknismenn á móti toppliði Fram í Lengjudeildinni í dag? Stöð 2 Sport/ Skjáskot

Það verða nóg af beinum útsendingum á boðstólnum á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Við sýnum fjóra leiki úr Þjóðadeild UEFA, toppslag í Lengjudeild karla, Pepsi Max deild kvenna, úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í fótbolta og Meistarakeppni HSÍ í handbolta. 

FH og KR mætast í Pepsi Max deild kvenna en þessi sömu lið mættust einmitt í Mjólkurbikarnum fyrir þremur dögum þar sem KR stóð uppi sem sigurvegari. FH-konur fá því fullkomið tækifæri til að hefna sín strax í dag, í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í botnbaráttunni. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 13:50 á Stöð 2 Sport.

Leiknir Reykjavík og Fram mætast í toppslag í Lengjudeild karla kl. 16:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Fram er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Leikni sem situr í öðru sæti og því um algjöran sex stiga leik að ræða. 

Meistarakeppni HSÍ fer fram í dag, bæði karla- og kvennamegin, en um er að ræða leik milli bikarmeistara og deildarmeistara síðasta tímabils, meistarar meistaranna. Fram og KA/Þór mætast í Meistarakeppni kvenna kl. 16:00 og kl. 18:15 mætast Valur og ÍBV í Meistarakeppni karla. Báðir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Við sýnum fjóra leiki úr Þjóðadeildinni, leiki Wales og Búlgaríu, Írlands og Finnlands, Sviss og Þýskalands og Spánar og Úkraínu. Eftir síðasta leik dagsins hefjast Þjóðadeildarmörkin kl. 20:45 á Stöð 2 Sport 2. 

Þá er nóg af golfi á boðstólnum, meðal annars Tour Championship mótið, sem er lokamótið í úrslitakeppninni um FedEx-bikarinn, sem er hluti af PGA.

Allar beinar útsendingar dagsins og nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×