Erlent

Rúm­lega þúsund í sótt­kví eftir trúar­sam­komu í Noregi

Sylvía Hall skrifar
150 smit eru talin tengjast samkomunni.
150 smit eru talin tengjast samkomunni. Vísir/Getty

Yfir hundrað manns hafa smitast af kórónuveirunni í Fredrikstad og Sarpsborg í Noregi og 1.100 eru í sóttkví eftir hópsýkingu sem kom upp á svæðinu. Smitin eru flestöll talin tengjast trúarsamkomu sem haldin var í ágúst.

Samkoman sem um ræðir var haldin í Austfold suðaustast í Noregi og var fögnuður á vegum menningarmiðstöðvar múslima á svæðinu. Fögnuðurinn stóð yfir í nokkra daga að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins.

Níu smit voru staðfest í Sarpsborg í gærkvöldi og fjörutíu í Fredrikstad. Í heildina hafa 150 tilfelli verið staðfest eftir fögnuðinn. 

Smitin koma til með að hafa áhrif á starfsemi skóla og heilbrigðisstofnana á svæðinu, enda sexhundruð í sóttkví í Fredrikstad og fimmhundruð í Sarpsborg.

Sofie Lund Danielsen, héraðsyfirlæknir í Fredrikstad, sagði hópsýkinguna áminningu um að allir þyrftu að taka ástandinu alvarlega. Hún gæti ekki fullyrt að samkoman hafi verið brotleg við sóttvarnareglur, en allir þyrftu að hafa í huga að virða fjarlægðarmörk og halda sig heima ef þeir fyndu fyrir einkennum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×