Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 12:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur í frumtilraun bóluefnis sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn kórónuveirunni án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í breska læknatímaritinu Lancet. Í úrtakinu voru 76 manns. Fylgst með þeim í fjörutíu daga og höfðu flestir myndað mótefni við veirunni innan þriggja virkna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir varhugavert að draga ályktanir af tilrauninni á þessu stigi. „Þessar rannsóknir eru ekki komnar mjög langt. Þetta eru nokkrir einstaklingar. Allt of fáir einstaklingar til að hægt sé að draga nokkra ályktun af slíkri rannsókn. Það verður að rannsaka þúsundir og tugi þúsunda einsaklinga áður en maður fer að leggja mark á niðurstöðunar, en þetta kannski er ágætis byrjun,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Rannsaka þurfi stóra hópa svo hægt sé að taka mark á niðurstöðum. „Það þarf að rannsaka mjög stóra hópa til þess að hægt sé að leggja mark á það, þannig maður er ekkert að velta sér upp úr þessu umfram rannsókn á öðrum bóluefnum núna. Það eru fullt af öðrum bóluefnum á svipuðum stað,“ sagði Þórólfur. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40 þúsund þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs. Búast ekki við bólusetningum fyrr en á næsta ári Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar segjast ekki búast við bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. „Ég held að menn þurfi bara að sjá hverju fram vindur. Við eigum eftir að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum. Það getur vel verið að stórar rannsóknir sýni að bóluefni virki ekki alveg eins vel og menn héldu eða að það komi fram alvarleg aukaverkun og þá dettur það bara upp fyrir sig, þá er ekkert meira gert.“ „Þannig það er langt í það að maður geti sagt eitthvað endanlegt. En auðvitað lofar þetta góðu að menn skuli vera komnir svona langt. Það er bara mjög ánægjulegt,“ sagði Þórólfur. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. 88 eru í einangrun og fækkar þeim um átta á milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13