Klopp tilbúinn að selja tíu leikmenn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 12:00 Klopp vill selja þessa þrjá leikmenn. Goal/Getty Talið er að Englandsmeistarar Liverpool séu tilbúnir að selja alls tíu leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 5. október næstkomandi. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, vill hrista aðeins upp í leikmannahópnum og losa þá leikmenn sem hann sér ekki fram á að nota mikið á komandi tímabili. Íþróttavefurinn Goal greindi frá. Meðal leikmanna sem Liverpool vill selja er þýski markvörðurinn Loris Karius en hann er á of háum launum til að sitja á varamannabekknum. Þá er Harry Wilson, sem lék með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð einnig kominn á sölulistann. Klopp hefur ekki not fyrir þennan 23 ára gamla leikmann og Liverpool telur hvorki sig né leikmanninn græða neitt á að fara aftur á lán. Því verður hann að öllum líkindum seldur á næstu vikum. Aðrir leikmenn sem mega fara eru Nat Phillps, Sheyi Ojo, Taiwo Awoniyi, Kamil Grabara, Marko Grujic og Yasser Larouci. Þeir Adam Lewis og Morgan Boyes hafa nú þegar verið sendir á lán. Ekkert er minnst á Xherdan Shaqiri í greininni en hann hefur ekki átt upp á pallborðið undanfarið hjá Klopp. Talið er að þessi 28 ára gamli landsliðsmaður Sviss sé á förum frá félaginu í leit að meiri spiltíma. Að lokum hefur Klopp ekki tekið ákvörðun varðandi Rhian Brewster, ungstirnið sem var á láni hjá Swansea City á síðustu leiktíð. Sex lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á láni en Liverpool gæti ákveðið að nýta krafta hans í vetur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Talið er að Englandsmeistarar Liverpool séu tilbúnir að selja alls tíu leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 5. október næstkomandi. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, vill hrista aðeins upp í leikmannahópnum og losa þá leikmenn sem hann sér ekki fram á að nota mikið á komandi tímabili. Íþróttavefurinn Goal greindi frá. Meðal leikmanna sem Liverpool vill selja er þýski markvörðurinn Loris Karius en hann er á of háum launum til að sitja á varamannabekknum. Þá er Harry Wilson, sem lék með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð einnig kominn á sölulistann. Klopp hefur ekki not fyrir þennan 23 ára gamla leikmann og Liverpool telur hvorki sig né leikmanninn græða neitt á að fara aftur á lán. Því verður hann að öllum líkindum seldur á næstu vikum. Aðrir leikmenn sem mega fara eru Nat Phillps, Sheyi Ojo, Taiwo Awoniyi, Kamil Grabara, Marko Grujic og Yasser Larouci. Þeir Adam Lewis og Morgan Boyes hafa nú þegar verið sendir á lán. Ekkert er minnst á Xherdan Shaqiri í greininni en hann hefur ekki átt upp á pallborðið undanfarið hjá Klopp. Talið er að þessi 28 ára gamli landsliðsmaður Sviss sé á förum frá félaginu í leit að meiri spiltíma. Að lokum hefur Klopp ekki tekið ákvörðun varðandi Rhian Brewster, ungstirnið sem var á láni hjá Swansea City á síðustu leiktíð. Sex lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á að fá hann á láni en Liverpool gæti ákveðið að nýta krafta hans í vetur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira