Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Einn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn átta en ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þingflokkur Pírata hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að styðja frumvarpið um ríkisábyrgðina. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar Icelandair í millilandaflugi og felur í sér allt að fimmtán milljarða króna ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Auk sex þingmanna Pírata greiddu Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Þingmenn Pírata voru þeir einu sem greiddu atkvæð gegn fjáraukalögum ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér að ríkið gæti veitt ríkisábyrgðina. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar, þrír þingmenn Viðreisnar og einn þingmaður Flokks fólksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um ríkisábyrgðina. Fimm þingmenn voru fjarverandi. Í lok fundar bar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, upp tillögu um frestun funda Alþingis og lok stutts síðsumarsþings. „Við munum sjást fyrr en síðar,“ sagði Katrín þegar hún lauk máli sínu. Gagnrýndi lokun landamæra þegar hún réttlæti atkvæði sitt Í Facebook-færslu eftir atkvæðagreiðsluna gagnrýndi Sigríður Andersen sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hélt hún því fram að ríkisvaldið hefði að einhverju leyti skapað þær aðstæður sem Icelandair og önnur flugfélög byggju nú við. „Nýjasta lokun landsins í raun virðist ekki vera í nokkru samræmi við tilefnið en hún hefur kippt fótunum undan rekstri Icelandair. Engin áform virðast um að draga úr þessum hörðu aðgerðum,“ skrifaði Sigríður. Hún sagðist ekki telja rökrétt framhald lokunar landsins að veita fé skattgreiðenda inn í flugfélag. „Það er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins að ákveða hvaða fyrirtæki lifir og hvaða fyrirtæki deyr. Nærtækara hefði verið að draga úr þeim takmörkunum sem eru á ferðum til landsins í lögmætum tilgangi,“ sagði Sigríður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. 4. september 2020 19:20