Fjórir í enska landsliðsinu í sérstökum hefndarhug í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:00 Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í dag, sést hér eftir tapið á móti Íslandi á EM 27. júní 2016. Getty/Catherine Ivill Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Ísland og England mætast á morgun í fyrsta sinn síðan að íslenska landsliðið niðurlægði ensku landsliðsmennina með því að senda þá heim frá EM í Frakklandi sumarið 2016. Tapið þykir eitt það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins og þjálfarinn Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn. Englendingar fengu draumabyrjun og víti strax á fjórðu mínútu leiksins sem Wayne Rooney skoraði úr. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið á 18. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. One of the worst nights in England s footballing history. Iceland Euro 2016 revisited https://t.co/BlROoexzbV— John Cross (@johncrossmirror) September 4, 2020 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var komið í átta liða úrslit EM á sínu fyrsta stórmóti en Englendingar voru á leiðinni heim. Gareth Soutgate tók vel til í enska landsliðinu eftir umrætt áfall á móti íslenska liðinu og hefur verið að byggja liðið upp á síðustu árum. Hann hefur verið duglegur að taka inn unga og spennandi leikmenn en það eru samt örfáir leikmenn sem lifðu það af að tapa á móti Íslandi í leik upp á líf eða dauða á EM. Fjórir leikmenn úr enska landsliðinu frá þessu örlagaríka kvöldi í Nice eru með liðinu enn í dag og allir byrjuðu þeir þennan fræga leik á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar. Það má búast við að þessir fjórir verði í sérstökum hefndarhug í leiknum. Það er óhætt að segja að markverðirnir og varnarmennirnir hafi helst úr lestinni enda er aðeins einn í hópnum í dag sem var í EM-hópnum fyrir fjórum árum síðan. Sá er bakvörðurinn Kyle Walker sem þá var leikmaður Tottenham en er nú leikmaður Manchester City. Kyle Walker spilaði allan leikinn í Nice. A huge season for England kicks off versus Iceland just say that word and people associate it with our disaster at Euro 2016, says @WayneRooney https://t.co/6xXbpzZPjN— Times Sport (@TimesSport) August 30, 2020 Eini miðjumaðurinn sem er enn með er Eric Dier hjá Tottenham. Hann fór útaf í hálfleik í leiknum á móti Íslandi en Roy Hodgson setti Jack Wilshere inn á í hans stað. Tveir leikmenn úr framlínunni eru enn með en það eru stórstjörnurnar Raheem Sterling og Harry Kane. Raheem Sterling spilaði fyrstu sextíu mínúturnar áður en hann fór af velli fyrir Jamie Vardy en Harry Kane spilaði allan leikinn. Marcus Rashford, sem kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 87. mínútu í leiknum í Nice, var valinn í hópinn en dróg sig síðan út úr honum. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ónotaður varamaður í leiknum á móti Íslandi en hann er meiddur og gat því ekki tekið þátt í þessu verkefni. Henderson kemur væntanlega inn í landsliðið þegar hann verður búinn að ná sér. Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Leikmenn enska landsliðsins í tapleiknum á móti Íslandi í Nice Markvörður: Joe Hart Varnarmenn: Kyle Walker Chris Smalling Gary Cahill Danny Rose Miðjumenn: Eric Dier (Jack Wilshere inn á 46. mínútu) Dele Alli Wayne Rooney (Marcus Rashford inn á 87. mínútu) Framherjar Raheem Sterling (Jamie Vardy inn á 60. mínútu) Harry Kane Daniel Sturridge Ónotaðir varamenn: Fraser Forster Tom Heaton Ryan Bertrand Nathaniel Clyne John Stones Ross Barkley Jordan Henderson Adam Lallana James Milner
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira