Enski boltinn

Sánchez vildi fara aftur til Arsenal eftir fyrstu æfinguna hjá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez átti ekki sjö dagana sæla hjá Manchester United.
Alexis Sánchez átti ekki sjö dagana sæla hjá Manchester United. getty/Simon Stacpoole

Alexis Sánchez fór yfir tíma sinn hjá Manchester United á Instagram í gær. Þar sagðist hann m.a. hafa viljað fara aftur til Arsenal eftir fyrstu æfinguna hjá United.

Sánchez gekk í raðir United frá Arsenal í janúar 2018. Sílemaðurinn olli miklum vonbrigðum hjá United og skoraði aðeins fimm mörk í 45 leikjum fyrir liðið áður en hann var lánaður til Inter.

Sánchez fór yfir martraðardvöl sína hjá United í myndbandi á Instagram í gær og sparaði ekki stóru orðin.

„Ég fékk tækifæri til að semja við United og það virtist freistandi því ég var hrifinn af félaginu sem barn. Ég endaði á því að semja við United án þess að vita mikið hvað var í gangi. Stundum áttar þú þig ekki á hlutum fyrr en þú kemur á staðinn,“ sagði Sánchez.

„Á fyrstu æfingunni áttaði ég mig á ýmsu. Þegar ég kom heim hafði ég samband við umboðsmanninn og spurði hvort það væri ekki hægt að rifta samningnum svo ég gæti farið aftur til Arsenal.“

Sánchez sýndi gamla takta með Inter á síðasta tímabili og samdi svo við félagið í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×