Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 09:06 Hér má sjá þegar hettan var sett á Prude. Lögregluþjónar segja hann hafa reynt að hrækja á þá. AP/Lögreglan í Rochester Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude var í öndunarvél í sjö daga eftir atvikið en dauði hans rataði ekki í fréttir þar til fjölskylda hans opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í gær. „Hvernig var hægt að horfa á hann og hugsa ekki: „Þessi maður er varnarlaus, allsber á jörðinni. Hann var þegar handjárnaður. Ja hérna“ Hve margir bræður þurfa að deyja til viðbótar svo samfélagið átti sig á því að þetta þarf að hætta.“ Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Sagðist þurfa byssu Prude var 41 árs gamall og átti við geðræn vandamál að stríða. Hann var í heimsókn hjá bróður sínum en bjó sjálfur í Chicago. Bróðir hans hringdi eftir aðstoð þegar Prude hljóp nakinn út af heimili Joe. Samkvæmt frétt New York Times hafði hann verið á sjúkrahúsi degi áður vegna vandræða sinna. Auk Joe hrindi vörubílstjóri í Neyðarlínuna og sagði að nakinn maður hefði reynt að komast inn í bíl hans. Maðurinn hefði sagst vera með kórónuveiruna. Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni er ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Hætti að hreyfa sig eftir tvær mínútur Sjá má Prude krefjast þess að hettan verði fjarlægð og lögregluþjónarnir þrýsta honum niður svo höfuð hans slæst í götuna. Einn lögregluþjónn heldur höfði hans niður og segir honum að róa sig og hætta að skyrpa. Annar þrýstir hnéi sínu niður á bak Prude. Prude grátbiður um að hettan sé fjarlægð og heldur áfram að segja að hann þarfnist byssu. Hann segir einnig að lögregluþjónarnir séu að reyna að drepa hann. Eftir tvær mínútur hættir hann að hreyfa sig og spurði lögregluþjónn hvort hann hafi verið að æla. Annar benti á að hann hefði verið nakinn út á götu í nokkurn tíma og einn sagði hann vera frekar kaldan. Lögregluþjónar reyndu að lífga Prude við þar til hann var fluttur í sjúkrabíl. Þetta gerðist þann 23. mars og Prude dó á sjúkrahúsi þann 30. mars. Meinafræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. Fjölskylda hans fékk aðgang að myndefninu þann 20. ágúst og opinberaði það í gær. Lögreglan segir dauða Prude til rannsóknar hjá ríkissaksóknurum en lögregluþjónarnir sem að málinu koma starfa enn hjá lögreglunni og hafa ekki verið ávíttir á neinn hátt. Þá segist lögreglan ekki hafa verið að reyna að hylma yfir dauða Prude. Þeir hafi ekki mátt opinbera myndböndin án lögsóknar vegna rannsóknar sem stendur yfir. Dauðsföll þeldökkra og óvopnaðra manna og kvenna í haldi af höndum lögregluþjóna í Bandaríkjunum og annarra hafa á undanförnum mánuðum leitt til umfangsmikilla mótmæla víðsvegar um Bandaríkin. Má þar nefna dauða George Floyd, Ahmaud Arbery og dauða Breonna Taylor.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira