Wijnaldum yrði í lykilhlutverki í Katalóníu | Thiago arftaki hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:30 Wijnaldum og Koeman þekkjast ágætlega en Koeman þjálfaði hollenska landsliðið frá 2018 til 2020. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum færist nær Barcelona með hverjum deginum sem líður. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara Liverpool og því líklegt að hann verði seldur í þessum félagaskiptaglugga þar sem félagið virðist ekki hafa of mikinn áhuga á að endursemja við leikmanninn. Sky Sports greinir frá en segir þó að fréttir þess efnis að Wijnaldum hafi nú þegar samið um kaup og kjör við spænska félagið séu einfaldlega rangar. Þá er talið að Wijnaldum hafi áhuga á því að vera áfram hjá Liverpool ef liðið framlengir samning hans. Óvíst er hvað Liverpool gerir en það virðist sem félagið sé nú þegar búið að eyrnamerkja Thiago Alcântara sem arftaka Wijnaldum á miðju liðsins. Thiago var einn allra besti leikmaður Bayern München er liðið vann Meistaradeild Evrópu á dögunum. Thiago fór mikinn í 1-0 sigri Bayern á PSG í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.EPA-EFE/Miguel A. Lopes Ronald Koeman, nýráðinn þjálfari Börsunga, vill að Wijnaldum spili stórt hlutverki í mikið breyttu liði Börsunga á komandi leiktíð. Þeir þekkjast ágætlega frá tíma þeirra hjá hollenska landsliðinu. Það er nú þegar ljóst að Barcelona mun mæta með mikið breytt lið til leiks er spænska deildin fer aftur nú um miðbik mánaðarins. Ivan Rakitić er farinn aftur til Sevilla, Arturo Vidal er orðaður við brottför sem og Luis Suarez. Gerard Pique og Sergio Busquets gætu einnig leitað á önnur mið. Þá er enn allt í lausu lofti varðandi mál Lionel Messi hjá Börsungum. Það yrði verður því forvitnilegt að sjá hvernig Wijnaldum myndi passa inn í lið Barcelona undir stjórn Koeman.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30 Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30 Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Suárez verður væntanlega samherji mannsins sem hann beit Luis Suárez er líklega á leið til Juventus þar sem hann hittir fyrir manninn sem hann beit á HM 2014. 2. september 2020 08:30
Úrslitastund í Messi-málinu í dag Faðir og umboðsmaður Lionels Messi er mættur til Barcelona til að reyna að höggva á hnútinn í deilu sonar síns og Katalóníufélagsins. 2. september 2020 07:30
Rakitić snúinn aftur til Andalúsíu Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitić gekk í raðir Sevilla í dag. Hann ætti að þekkja hvern krók og kima hjá félaginu en hann lék með þeim frá árinu 2011 til 2014. 1. september 2020 18:15