Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 11:30 Ísland er á leið í EM-umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni. Fyrir HM gilda aðrar reglur. VÍSIR/DANÍEL Ísland þyrfti að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. Fyrst var leikið í Þjóðadeildinni haustið 2018 og réði lokastaðan þar því hvaða lið leika í umspilinu um sæti á EM. Þannig komst Ísland í EM-umspilið vegna stöðu sinnar í A-deild Þjóðadeildarinnar, þrátt fyrir að lenda þar í neðsta sæti og tapa öllum leikjum sínum, gegn Sviss og Belgíu. Önnur lið í A-deildinni komust nefnilega á EM í gegnum hina hefðbundnu undankeppni EM. Það er því stöðu Íslands í Þjóðadeildinni að þakka að Ísland mætir Rúmeníu í EM-umspili 8. október. Vægi Þjóðadeildarinnar er hins vegar mun minna nú, þegar kemur að því að ná HM-sæti, og í þetta sinn má segja að það komi Íslandi illa að vera í efstu deild með bestu þjóðum Evrópu. Betra að vinna riðil í D-deild en að lenda í 2. sæti í A-deild Á næsta ári fer fram undankeppni HM. Leikið verður í 10 riðlum og komast sigurvegararnir beint á HM. Liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil um þrjú laus sæti. Til að fylla í umspilið komast tvö lið úr Þjóðadeildinni þangað. UEFA hefur hins vegar ákveðið að það verði þau tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, náðu bestum árangri þar en komust ekki á HM eða í umspilið með árangri sínum í undankeppninni á næsta ári. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Íslenska landsliðið sem mætir Englandi æfði á Laugardalsvelli í dag.VÍSIR/VILHELM Ef sigurvegarar riðlanna í A-deild komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppnina, verður því horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, svo þeirra sem vinna í C-deild og loks sigurvegara í D-deild ef til þess kemur. Þannig gætu Færeyjar mögulega komist í HM-umspilið með því að vinna sinn riðil í D-deild, frekar en Ísland jafnvel þó að liðið næði 2. sæti í sínum riðli í A-deild. Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM. Ísland þyrfti því að vinna sinn riðil, sem í eru England, Belgía og Danmörk, til að Þjóðadeildin skilaði liðinu í HM-umspil. Leiðin á HM felst því mun frekar í góðum árangri í undankeppninni á næsta ári. Fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og liðið sækir svo Belgíu heim á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Ísland þyrfti að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. Fyrst var leikið í Þjóðadeildinni haustið 2018 og réði lokastaðan þar því hvaða lið leika í umspilinu um sæti á EM. Þannig komst Ísland í EM-umspilið vegna stöðu sinnar í A-deild Þjóðadeildarinnar, þrátt fyrir að lenda þar í neðsta sæti og tapa öllum leikjum sínum, gegn Sviss og Belgíu. Önnur lið í A-deildinni komust nefnilega á EM í gegnum hina hefðbundnu undankeppni EM. Það er því stöðu Íslands í Þjóðadeildinni að þakka að Ísland mætir Rúmeníu í EM-umspili 8. október. Vægi Þjóðadeildarinnar er hins vegar mun minna nú, þegar kemur að því að ná HM-sæti, og í þetta sinn má segja að það komi Íslandi illa að vera í efstu deild með bestu þjóðum Evrópu. Betra að vinna riðil í D-deild en að lenda í 2. sæti í A-deild Á næsta ári fer fram undankeppni HM. Leikið verður í 10 riðlum og komast sigurvegararnir beint á HM. Liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil um þrjú laus sæti. Til að fylla í umspilið komast tvö lið úr Þjóðadeildinni þangað. UEFA hefur hins vegar ákveðið að það verði þau tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, náðu bestum árangri þar en komust ekki á HM eða í umspilið með árangri sínum í undankeppninni á næsta ári. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Íslenska landsliðið sem mætir Englandi æfði á Laugardalsvelli í dag.VÍSIR/VILHELM Ef sigurvegarar riðlanna í A-deild komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppnina, verður því horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, svo þeirra sem vinna í C-deild og loks sigurvegara í D-deild ef til þess kemur. Þannig gætu Færeyjar mögulega komist í HM-umspilið með því að vinna sinn riðil í D-deild, frekar en Ísland jafnvel þó að liðið næði 2. sæti í sínum riðli í A-deild. Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM. Ísland þyrfti því að vinna sinn riðil, sem í eru England, Belgía og Danmörk, til að Þjóðadeildin skilaði liðinu í HM-umspil. Leiðin á HM felst því mun frekar í góðum árangri í undankeppninni á næsta ári. Fyrsti leikur Íslands í keppninni er gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardag og liðið sækir svo Belgíu heim á þriðjudag. Í október leikur liðið á heimavelli við Danmörku og Belgíu, og loks á útivelli gegn Danmörku og Englandi í nóvember þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur.
Leiðin á HM í Katar Þrettán lið frá Evrópu komast á HM í Katar 2022. Leikið verður í tíu riðlum í undankeppni HM á næsta ári. Sigurvegarar riðlanna komast beint á HM. Liðin tíu sem lenda í 2. sæti fara í tólf liða HM-umspil. Þangað fara líka tvö lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni. Í umspilinu verður leikið í þremur fjögurra liða hópum (undanúrslit og úrslitaleikur) um síðustu þrjú sætin á HM.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn