„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 11:53 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira