Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 11:13 Dæmi um netsvindl síðustu vikna má sjá hér fyrir ofan: frá Skattinum, Póstinum og Borgun. Skjáskotin af svikapóstunum undir merkjum Skattsins og Borgunar eru fengin af Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Netsvindl sem Íslendingar hafa orðið fyrir undanfarnar vikur, þar sem nöfn og viðmót íslenskra fyrirtækja og stofnana eru misnotuð til að komast yfir kortaupplýsingar, er vandað og sannfærandi, að sögn rannsóknarlögreglumanns. Þá ræður hann fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. Talsvert hefur borið á því síðustu vikur að netþrjótar reyni að komast yfir kortaupplýsingar fólks hér á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við slíkum svikum nú í ágúst en þar hafa svindlarar sent fólki SMS-skeyti eða tölvupóst undir merkjum íslenskra fyrirtækja og stofnana. Þannig fengu Íslendingar margir skilaboð sem virtust vera frá Skattinum, þar sem viðtakanda var tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. Nafn kortafyrirtækisins Borgunar var einnig misnotað með sambærilegum hætti í netsvindli nú í ágúst og síðast í morgun varaði Pósturinn við því að svikapóstar hefðu borist fólki undir merkjum fyrirtækisins. Í því tilviki var fólki tjáð að það ætti sendingu frá Póstinum sem biði afgreiðslu. Staðfesta þyrfti greiðslu með því að fara inn á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum. „Við viljum að það sé alveg skýrt að þessir póstar koma ekki frá okkur, það er mjög leiðinlegt að horfa upp á óprúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk. Við hvetjum alla til að huga vel að því hvort þeir eigi von á sendingum og minnum á að ef greiða á af sendingu á netinu hjá okkur þarf alltaf að skrá sig inn á örugga síðu á minnpostur.is,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins, í tilkynningu um málið í morgun. Áhlaup undir merkjum Skattsins „tiltölulega vel gert“ Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessa nýjustu bylgju netglæpa í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann benti á að netglæpir af þessu tagi væru ekki nýir af nálinni en glæpamennirnir yrðu sífellt færari á sínu sviði. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Þessi aðferðafræði, að senda eitthvað með tengli, hefur alveg verið stunduð í dálítinn tíma. […] Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel. Þeir setja upp heimasíðu sem er mjög sannfærandi, í raun nota bara nákvæmlega sama viðmót og myndir og Skatturinn, þeir hafa bara afritað það og notað til eigin handa,“ sagði Gísli. Þá sé fólk almennt mjög gjarnt á að ýta á tengla sem þeim er beint inn á, líkt og í skeytum netþrjótanna síðustu vikur. „En í raun og veru er það bara „nei“ í þessum heimi,“ sagði Gísli. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Þrjótarnir safna „knippum“ Þá gangi netþrjótarnir nú einu skrefi lengra en vant er með því að fá fólk til að láta af hendi staðfestingarkóða sem það fær sent í símann. „Það er extra hættulegt því það getur verið að þeir séu að gera þetta í rauntíma og séu þá strax að bíða eftir kortaupplýsingum. Nýta þær upplýsingar strax og stunda viðskipti strax en vantar svo þessa aukastaðfestingu, sem þeir fá svo aftur frá þeim sem er botaþoli í þessu sambandi. En líklegra er samt að þarna hafi þeir verið að safna knippum af kortaupplýsingum, sem síðan eru notuð í annars konar svindl og eru bara áframseljanlegar upplýsingar fyrir glæpamenn.“ Þá séu netglæpir af þessu tagi einkum erfiðir viðureignar vegna þess að fólk skammist sín fyrir að láta glepjast af skilaboðum þrjótanna. Gísli lagði þó áherslu á að umgjörðin væri fagmannleg af hálfu glæpamannanna og því ekki skrýtið að fólk falli fyrir svindlinu. „Þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Það er búið að mæla út mannlega hegðun. Þegar glæpirnir eru búnir til er verið að spila inn á sálfræði. Þeir búast við ákveðnum viðbrögðum hjá einstaklingum. Þetta er allt mjög vandað. Brotaþolinn í þessu samhengi er brotaþoli […]. Það sem gerir manneskju að góðri manneskju er allt misnotað í þeim eina tilgangi að hafa af þér peninga.“ Viðtal Bítisins við Gísla Jökul má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Netsvindl sem Íslendingar hafa orðið fyrir undanfarnar vikur, þar sem nöfn og viðmót íslenskra fyrirtækja og stofnana eru misnotuð til að komast yfir kortaupplýsingar, er vandað og sannfærandi, að sögn rannsóknarlögreglumanns. Þá ræður hann fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. Talsvert hefur borið á því síðustu vikur að netþrjótar reyni að komast yfir kortaupplýsingar fólks hér á landi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við slíkum svikum nú í ágúst en þar hafa svindlarar sent fólki SMS-skeyti eða tölvupóst undir merkjum íslenskra fyrirtækja og stofnana. Þannig fengu Íslendingar margir skilaboð sem virtust vera frá Skattinum, þar sem viðtakanda var tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. Nafn kortafyrirtækisins Borgunar var einnig misnotað með sambærilegum hætti í netsvindli nú í ágúst og síðast í morgun varaði Pósturinn við því að svikapóstar hefðu borist fólki undir merkjum fyrirtækisins. Í því tilviki var fólki tjáð að það ætti sendingu frá Póstinum sem biði afgreiðslu. Staðfesta þyrfti greiðslu með því að fara inn á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum. „Við viljum að það sé alveg skýrt að þessir póstar koma ekki frá okkur, það er mjög leiðinlegt að horfa upp á óprúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk. Við hvetjum alla til að huga vel að því hvort þeir eigi von á sendingum og minnum á að ef greiða á af sendingu á netinu hjá okkur þarf alltaf að skrá sig inn á örugga síðu á minnpostur.is,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins, í tilkynningu um málið í morgun. Áhlaup undir merkjum Skattsins „tiltölulega vel gert“ Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessa nýjustu bylgju netglæpa í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann benti á að netglæpir af þessu tagi væru ekki nýir af nálinni en glæpamennirnir yrðu sífellt færari á sínu sviði. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Þessi aðferðafræði, að senda eitthvað með tengli, hefur alveg verið stunduð í dálítinn tíma. […] Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel. Þeir setja upp heimasíðu sem er mjög sannfærandi, í raun nota bara nákvæmlega sama viðmót og myndir og Skatturinn, þeir hafa bara afritað það og notað til eigin handa,“ sagði Gísli. Þá sé fólk almennt mjög gjarnt á að ýta á tengla sem þeim er beint inn á, líkt og í skeytum netþrjótanna síðustu vikur. „En í raun og veru er það bara „nei“ í þessum heimi,“ sagði Gísli. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Þrjótarnir safna „knippum“ Þá gangi netþrjótarnir nú einu skrefi lengra en vant er með því að fá fólk til að láta af hendi staðfestingarkóða sem það fær sent í símann. „Það er extra hættulegt því það getur verið að þeir séu að gera þetta í rauntíma og séu þá strax að bíða eftir kortaupplýsingum. Nýta þær upplýsingar strax og stunda viðskipti strax en vantar svo þessa aukastaðfestingu, sem þeir fá svo aftur frá þeim sem er botaþoli í þessu sambandi. En líklegra er samt að þarna hafi þeir verið að safna knippum af kortaupplýsingum, sem síðan eru notuð í annars konar svindl og eru bara áframseljanlegar upplýsingar fyrir glæpamenn.“ Þá séu netglæpir af þessu tagi einkum erfiðir viðureignar vegna þess að fólk skammist sín fyrir að láta glepjast af skilaboðum þrjótanna. Gísli lagði þó áherslu á að umgjörðin væri fagmannleg af hálfu glæpamannanna og því ekki skrýtið að fólk falli fyrir svindlinu. „Þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Það er búið að mæla út mannlega hegðun. Þegar glæpirnir eru búnir til er verið að spila inn á sálfræði. Þeir búast við ákveðnum viðbrögðum hjá einstaklingum. Þetta er allt mjög vandað. Brotaþolinn í þessu samhengi er brotaþoli […]. Það sem gerir manneskju að góðri manneskju er allt misnotað í þeim eina tilgangi að hafa af þér peninga.“ Viðtal Bítisins við Gísla Jökul má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira