Fótbolti

Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk í skallaeinvígi í leiknum í gær.
Sara Björk í skallaeinvígi í leiknum í gær. getty/Gabriel Bouys

Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði Söru Björk Gunnarsdóttur í hástert eftir sigur Lyon á Wolfsburg, 3-1, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Sara skoraði þriðja og síðasta mark Lyon í leiknum. Hún er fyrsta íslenska fótboltakonan sem verður Evrópumeistari.

„Hún gaf líf og sál í þennan leik og við vissum að við fengjum það frá henni. Þetta var frábær leikur hjá henni,“ sagði Margrét Lára sem fjallaði um úrslitaleikinn á Stöð 2 Sport ásamt Helenu Ólafsdóttur og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur.

„Það var örugglega margt erfitt fyrir hana. Hún var að mæta sínum fyrrum félögum . Hún var þarna fyrir korteri síðan. Hún er að spila stærsta leik lífs síns, í nýju liði, í nýju leikkerfi og að aðlagast nýjum aðstæðum.“

Margrét Lára segist ekki hafa efast um að Sara myndi skila sínu, og rúmlega það, í úrslitaleiknum í San Sebastián í gær.

„Eins og við sögðum fyrir leik er Sara yfirleitt best þegar á reynir og grípur tækifærið þegar það gefst. Hún sýndi það svo sannarlega í dag [í gær] og þetta er stórkostlegur árangur,“ sagði Margrét Lára.

Klippa: Umræða um Söru Björk

Tengdar fréttir

Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópu­meistari

Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×