Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. ágúst 2020 07:38 Lögreglan í Portland sést hér halda í Chandler Pappas en hann var með Aaron Jay Danielson þegar hann var skotinn til bana í Portland um helgina. Myndin er tekin skömmu eftir skotárásina. Getty/Nathan Howard Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið. Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði. Ted Wheeler, the wacky Radical Left Do Nothing Democrat Mayor of Portland, who has watched great death and destruction of his City during his tenure, thinks this lawless situation should go on forever. Wrong! Portland will never recover with a fool for a Mayor....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020 Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama. „Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær. watch on YouTube Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna. Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. watch on YouTube Bandaríkin Donald Trump Black Lives Matter Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvor öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. Trump kennir Demókrötum sem stjórna Portland, þar á meðal borgarstjóranum Ted Wheeler, um ástandið. Segir Trump að borgarstjórinn hafi kallað dauða og eyðileggingu yfir borgina vegna þess að hann hafi ekki brugðist af nógu mikilli hörku við mótmælunum sem staðið hafa yfir í borginni síðustu mánuði. Ted Wheeler, the wacky Radical Left Do Nothing Democrat Mayor of Portland, who has watched great death and destruction of his City during his tenure, thinks this lawless situation should go on forever. Wrong! Portland will never recover with a fool for a Mayor....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2020 Biden segir á móti að Trump sé með orðum sínum og aðgerðum að hleypa öllu í bál og brand og beinlínis hvetja til ofbeldis á meðal deiluaðila. Borgarstjóri Portland sakar forsetann um slíkt hið sama. „Það sem Bandaríkin þurfa er að þú hættir,“ sagði Wheeler meðal annars um Trump í gær. watch on YouTube Mótmælin gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum hafa verið einna háværust í Portland í allt sumar en síðustu daga hafa stuðningsmenn Trump hópað sig saman og mætt í miðborg Portland þar sem slegið hefur í brýnu milli hópanna. Um helgina var yfirlýstur stuðningsmaður öfgahægrisamtakanna Patriot Prayer, Aaron Jay Danielson, skotinn til bana en lögreglan í Portland segir ekki ljóst hvort að skotárásin tengist beint átökum á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. watch on YouTube
Bandaríkin Donald Trump Black Lives Matter Tengdar fréttir Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00
Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. 30. ágúst 2020 09:40