Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2020 18:46 Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira