Enski boltinn

„Ég vil vinna Gull­boltann næstu tvö árin og ég get bara gert það með þér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það stefnir allt í að Messi og Guardiola fari aftur að vinna saman.
Það stefnir allt í að Messi og Guardiola fari aftur að vinna saman. vísir/getty

Cristobal Soria, sparkspekingur, segist hafa vitneskju um hvað fór á milli Lionel Messi og Pep Guardiola, stjóra Man. City, í símtali þeirra fyrr í vikunni.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Messi hefur sagst vilja yfirgefa Barcelona eftir allt fjaðrafokið sem hefur verið í kringum félagið að undanförnu.

Messi ku hafa hringt strax í sinn gamla stjóra, Pep Guardiola, og viljað endurnýja kynnin við hann til þess að endurheimta Gullknöttinn, Ballon d'Or.

„Síðasta þriðjudag, þegar Messi ákvað að fara frá Barcelona, þá leitaði hugur hans strax til Man. City og að tala við Guardiola,“ sagði hann í þættinum El Chiringuito de Jugones.

„Hann hringdi í hann og sagði við Guardiola að hann vildi vinna næstu tvo Gullbolta og að hann gæti bara gert það saman með honum. Þetta er sá frasi sem Messi notaði.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×