Sagðir ætla að bjóða Barcelona þrjá leikmenn og metfé fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar og verður mögulega dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn