Enski boltinn

Klopp vill sjá Messi í ensku úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp glaður í bragði.
Klopp glaður í bragði. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til þess að Lionel Messi muni skipta yfir í ensku úrvalsdeildina.

Messi er sagður vera á leið burt frá Barcelona og hann hefur verið orðaður við Manchester City undanfarnar vikur.

Klopp vill sjá Argentínumanninn í enska boltanum en efast þó um að það gerist.

„Það væri erfiðara að vinna City ef þeir myndu ná í Messi en það yrði stórt fyrir ensku úrvalsdeildina að fá besta leikmann heims í deildina,“ sagði Klopp.

„Ég er þó ekki viss um að Premier League þurfi það „búst“ sem hann myndi gefa henni. Það yrði þó áhugavert að sjá hann í úrvalsdeildinni.“

„Hann hefur aldrei spilað fyrir utan Spán og fótboltinn er allt öðruvísi í Englandi. Ég vil gjarnan sjá hann spila hérna en ég er ekki viss um að það muni gerast,“ sagði Klopp.

Liverpool vann ensku úrvalsdeildina með átján stiga mun á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×