Samstaða innan ríkisstjórnar um lokun landsins Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2020 15:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira