Viðbrögð Merkel sögðu sitt um það hvort Trump heillaði hana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Angela Merkel brosti við þegar hún var spurð út í það hvort Trump hefði heillað hana. EPA/Henning Schacht Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump. Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump.
Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira