Erlent

Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana

Samúel Karl Ólason skrifar
Útlit er fyrir að skemmdirnar í Louisiana séu miklar.
Útlit er fyrir að skemmdirnar í Louisiana séu miklar. AP/Gerald Herbert

Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl.

Lára er einn öflugasti fellibylur sem hefur náð landi í Bandaríkjunum.

John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, opinberaði fyrsta dauðsfallið í dag. Þar er um að ræða fjórtán ára stúlku sem dó þegar tré féll á hana.

Láru fylgdi gífurlegur vindur, rigning og sjávarflóð og var hundruðum þúsunda var gert að flýja heimili sín. Ljóst er að einhverjir gerðu það ekki og í samtali við AP fréttaveituna segir Tony Guillory hjá lögreglunni í Calcasieusýslu að símtöl frá fólki í vandræðum hafi borist. Hins vegar sé ómögulegt að koma þeim til aðstoðar að svo stöddu.

Vonandi verði það hægt seinna í dag.

Veðurfræðingar hafa varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um einhverja fimm metra og sjór gæti náð allt að 60 kílómetra inn á land. Umfangs tjónsins hefur enn ekki komið í ljós, þar sem enn er tiltölulega snemmt á svæðinu og veður mjög vont.

Myndbönd og myndir hafa þó birst á samfélagsmiðlum sem gefa í skyn hve umfangsmikið tjónið er.

Hér að neðan má sjá nokkur slík. Það fyrsta er frá Veðurstöðinni þar sem verið var að var við því hve hátt sjávarflóði vegna Láru gæti orðið.


Tengdar fréttir

Lára gengin á land í Lou­isiana

Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum.

Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið

Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af.

600 þúsund manns gert að flýja undan Láru

Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa gert sex hundruð þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Láru sem stefnir hraðbyr að ströndum Texas og Louisiana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×