Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 12:42 Tómar hillur í verslun Tesco í London á föstudag. Verslunareigendur líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk til að róa sig. AP/Alberto Pezzali Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56