Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 10:36 Sambærileg mótmæli hafa átt sér staða víða um Bandaríkin á undanförnum vikum. AP/David Goldman Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Blaðamenn Milwaukee Journal Sentinel segja Rittenhouse hafa áhuga á starfsemi vopnaðra hópa, svokallaðra „militia“ eins og það kallast á ensku, og fyrr um kvöldið hafði hann sagst vera í borginni til að verja fólk og eigur fyrir skemmdum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir eftir að Jacob Blake var skotinn margsinnis í bakið af lögreglu. Aðdragandi mótmælanna Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha að undanförnu og hafa þau snúist upp í óeirðir á kvöldin. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut, Jacob Blake, svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Sjá einnig: Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Lögreglan hefur sagt að hnífur hafi verið í bílnum en ekki hefur þeirri spurningu verið svarað hvort að lögregluþjónarnir á vettvangi vissu af því. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Aðfaranótt gærdagsins bárust svo fréttir af því að maður vopnaður riffli hefði skotið tvo til bana og sært þann þriðja á mótmælunum. Stór hluti atburðarásarinnar virðist hafa verið fangaður á myndbönd. Friðsöm mótmæli hafa breyst í óeirðir á tímum og skemmdir hafa verið unnar í Kenosha.AP/Morry Gash Á hlaupum undan manni Eitt myndband sýnir mann, sem líklegast er Rittenhouse, á hlaupum undan öðrum manni. Sá reynir að kasta hlut í Rittenhouse en hittir ekki. Eftirförin leiðir þá á bakvið nokkra bíla og þaðan heyrast nokkur byssuskot. Annað myndband sýnir Rittenhouse stöðva vegna bíls sem er fyrir framan hann, snúa sér við og skjóta einu skoti að manninum sem eltir hann. Sá heldur þó áfram að hlaupa að honum og fjórum skotum til viðbótar er hleypt af. Við það fellur sá sem var að elta Rittenhouse í götuna. Hann hverfur úr mynd í skamma stund og fleiri skot heyrast. Því næst kallar maður, sem byrjaður er að hlúa að þeim sem varð fyrir skoti, og segir fólki að hringja á neyðarlínuna. Rittenhouse hleypur á brott og virðist sem hann segi í símann: „Ég skaut mann“. Myndbönd sýna svo næst hvernig Rittenhaus hleypur eftir götu með hóp manna á eftir sér. Hann fellur í götuna og nokkrir menn hlaupa í átt að honum. Þar sem Rittenhouse reyndi að setjast upp skaut hann tvisvar í átt að einum sem nálgaðist hann en hitti ekki. Sá hleypur á brott. Annar virðist slá Rittenhouse í höfuðið með hjólabretti þar sem hann situr enn í götunni og reyna að taka byssuna af honum. Byssan er þó í ól og Rittenhouse er enn með tak á henni og heypir af. Þá reynir einn til viðbótar að hlaupa að Rittenhouse en sá verður fyrir skoti í hendina. Myndbönd sýna að sá maður var vopnaður skammbyssu. Hér ræðir AP fréttaveitan við mann sem tók myndband af því þegar Rittenhouse skaut tvo menn. Rittenhouse stendur upp og hleypur aftur af stað. Lögregluþjóna ber þá að garði og Rittenhouse gengur í átt til þeirra með hendur á lofti. Í fjarska heyrist meiri skothríð. Fyrstu tveir lögreglubílarnir óku fram hjá Rittenhouse. Myndband sýnir hann ganga í átt að þeim þriðja en snúa við, rétt áður en myndbandið endar. Var handtekinn í öðrum bæ, í öðru ríki Rittenhouse var svo handtekinn næsta dag, miðvikudag. Svo virðist sem að lögregluþjónar hafi sleppt honum, eða aldrei handsamað hann, því hann var handtekinn í um 30 kílómetra fjarlægð, í heimabæ sínum Antioch, sem er í nágrannaríkinu Illinois. Eins og áður segir stendur Rittenhouse frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð og verður réttað yfir honum sem fullorðnum einstaklingi, samkvæmt lögum Kenosha. Ofbeldið á þriðjudagskvöldið leiddi til þess að tvö þúsund þjóðvarðliðar voru sendir til borgarinnar. Mótmæli í gærkvöldi eru sögð hafa farið friðsamlega fram. Hér er annað myndband sem sýnir atburði í Kenosha og hluta viðtals við fógeta bæjarins, David Beth. Vilja ekki fleiri vopnaða menn Meðlimir þjóðvarðliðsins segja enga þörf á fleiri vopnuðum mönnum í borginni. Þeir hafi ekki sömu þjálfun og fleiri byssur á götunum hjálpi ekki til við að tryggja öryggi fólks. Fógetinn David Beth sagði á blaðamannafundi í gær að vopnaðir menn, sem komu til borgarinnar vegna mótmælanna, hafi kallað eftir því að fógetinn gerði þá að fulltrúum sínum. Hann sagðist aldrei ætla að gera það. Mál Rittenhouse sé skýrt dæmi um af hverju það sé hræðileg hugmynd. Beth gat þó ekki svarað spurningum blaðamanna um af hverju fjöldi myndbanda hefur sýnt lögregluþjóna spjalla við þessa þungvopnuðu menn. Á einu myndbandi gefur lögregluþjónn vopnuðum manni vatn og annar segir: „Við kunnum að meta að þið séuð hérna. Svo sannarlega.“ Enn eitt myndband frá Kenosha. Það sýnir að einn mannanna sem var á eftir Rittenhouse var vopnaður. Þar er einnig rætt við aðra vopnaða menn sem voru á svæðinu. Hér má sjá stuttan hluta viðtals sem maður sem vinnur fyrir hinn mjög svo hægri sinnaða miðil, Daily Caller, tók við Rittenhouse á þriðjudagskvöldið. I interviewed the alleged shooter before the violence started. Full video coming soon: pic.twitter.com/G3dVOJozN7— Richie McG (@RichieMcGinniss) August 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Táningur handtekinn vegna mannskæðrar skotárásar eftir mótmælin Lögregla í Kenosha í Wisconson-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið 17 ára ungling í tengslum við skotárás sem varð tveimur að bana. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist 26. ágúst 2020 20:52 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Blaðamenn Milwaukee Journal Sentinel segja Rittenhouse hafa áhuga á starfsemi vopnaðra hópa, svokallaðra „militia“ eins og það kallast á ensku, og fyrr um kvöldið hafði hann sagst vera í borginni til að verja fólk og eigur fyrir skemmdum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir eftir að Jacob Blake var skotinn margsinnis í bakið af lögreglu. Aðdragandi mótmælanna Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha að undanförnu og hafa þau snúist upp í óeirðir á kvöldin. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut, Jacob Blake, svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Sjá einnig: Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Lögreglan hefur sagt að hnífur hafi verið í bílnum en ekki hefur þeirri spurningu verið svarað hvort að lögregluþjónarnir á vettvangi vissu af því. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Aðfaranótt gærdagsins bárust svo fréttir af því að maður vopnaður riffli hefði skotið tvo til bana og sært þann þriðja á mótmælunum. Stór hluti atburðarásarinnar virðist hafa verið fangaður á myndbönd. Friðsöm mótmæli hafa breyst í óeirðir á tímum og skemmdir hafa verið unnar í Kenosha.AP/Morry Gash Á hlaupum undan manni Eitt myndband sýnir mann, sem líklegast er Rittenhouse, á hlaupum undan öðrum manni. Sá reynir að kasta hlut í Rittenhouse en hittir ekki. Eftirförin leiðir þá á bakvið nokkra bíla og þaðan heyrast nokkur byssuskot. Annað myndband sýnir Rittenhouse stöðva vegna bíls sem er fyrir framan hann, snúa sér við og skjóta einu skoti að manninum sem eltir hann. Sá heldur þó áfram að hlaupa að honum og fjórum skotum til viðbótar er hleypt af. Við það fellur sá sem var að elta Rittenhouse í götuna. Hann hverfur úr mynd í skamma stund og fleiri skot heyrast. Því næst kallar maður, sem byrjaður er að hlúa að þeim sem varð fyrir skoti, og segir fólki að hringja á neyðarlínuna. Rittenhouse hleypur á brott og virðist sem hann segi í símann: „Ég skaut mann“. Myndbönd sýna svo næst hvernig Rittenhaus hleypur eftir götu með hóp manna á eftir sér. Hann fellur í götuna og nokkrir menn hlaupa í átt að honum. Þar sem Rittenhouse reyndi að setjast upp skaut hann tvisvar í átt að einum sem nálgaðist hann en hitti ekki. Sá hleypur á brott. Annar virðist slá Rittenhouse í höfuðið með hjólabretti þar sem hann situr enn í götunni og reyna að taka byssuna af honum. Byssan er þó í ól og Rittenhouse er enn með tak á henni og heypir af. Þá reynir einn til viðbótar að hlaupa að Rittenhouse en sá verður fyrir skoti í hendina. Myndbönd sýna að sá maður var vopnaður skammbyssu. Hér ræðir AP fréttaveitan við mann sem tók myndband af því þegar Rittenhouse skaut tvo menn. Rittenhouse stendur upp og hleypur aftur af stað. Lögregluþjóna ber þá að garði og Rittenhouse gengur í átt til þeirra með hendur á lofti. Í fjarska heyrist meiri skothríð. Fyrstu tveir lögreglubílarnir óku fram hjá Rittenhouse. Myndband sýnir hann ganga í átt að þeim þriðja en snúa við, rétt áður en myndbandið endar. Var handtekinn í öðrum bæ, í öðru ríki Rittenhouse var svo handtekinn næsta dag, miðvikudag. Svo virðist sem að lögregluþjónar hafi sleppt honum, eða aldrei handsamað hann, því hann var handtekinn í um 30 kílómetra fjarlægð, í heimabæ sínum Antioch, sem er í nágrannaríkinu Illinois. Eins og áður segir stendur Rittenhouse frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð og verður réttað yfir honum sem fullorðnum einstaklingi, samkvæmt lögum Kenosha. Ofbeldið á þriðjudagskvöldið leiddi til þess að tvö þúsund þjóðvarðliðar voru sendir til borgarinnar. Mótmæli í gærkvöldi eru sögð hafa farið friðsamlega fram. Hér er annað myndband sem sýnir atburði í Kenosha og hluta viðtals við fógeta bæjarins, David Beth. Vilja ekki fleiri vopnaða menn Meðlimir þjóðvarðliðsins segja enga þörf á fleiri vopnuðum mönnum í borginni. Þeir hafi ekki sömu þjálfun og fleiri byssur á götunum hjálpi ekki til við að tryggja öryggi fólks. Fógetinn David Beth sagði á blaðamannafundi í gær að vopnaðir menn, sem komu til borgarinnar vegna mótmælanna, hafi kallað eftir því að fógetinn gerði þá að fulltrúum sínum. Hann sagðist aldrei ætla að gera það. Mál Rittenhouse sé skýrt dæmi um af hverju það sé hræðileg hugmynd. Beth gat þó ekki svarað spurningum blaðamanna um af hverju fjöldi myndbanda hefur sýnt lögregluþjóna spjalla við þessa þungvopnuðu menn. Á einu myndbandi gefur lögregluþjónn vopnuðum manni vatn og annar segir: „Við kunnum að meta að þið séuð hérna. Svo sannarlega.“ Enn eitt myndband frá Kenosha. Það sýnir að einn mannanna sem var á eftir Rittenhouse var vopnaður. Þar er einnig rætt við aðra vopnaða menn sem voru á svæðinu. Hér má sjá stuttan hluta viðtals sem maður sem vinnur fyrir hinn mjög svo hægri sinnaða miðil, Daily Caller, tók við Rittenhouse á þriðjudagskvöldið. I interviewed the alleged shooter before the violence started. Full video coming soon: pic.twitter.com/G3dVOJozN7— Richie McG (@RichieMcGinniss) August 26, 2020
Aðdragandi mótmælanna Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha að undanförnu og hafa þau snúist upp í óeirðir á kvöldin. Tilefni mótmælanna er að lögregluþjónn skaut, Jacob Blake, svartan mann ítrekað í bakið fyrr í vikunni. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Sjá einnig: Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Lögreglan hefur sagt að hnífur hafi verið í bílnum en ekki hefur þeirri spurningu verið svarað hvort að lögregluþjónarnir á vettvangi vissu af því. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Táningur handtekinn vegna mannskæðrar skotárásar eftir mótmælin Lögregla í Kenosha í Wisconson-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið 17 ára ungling í tengslum við skotárás sem varð tveimur að bana. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist 26. ágúst 2020 20:52 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30 Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Táningur handtekinn vegna mannskæðrar skotárásar eftir mótmælin Lögregla í Kenosha í Wisconson-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið 17 ára ungling í tengslum við skotárás sem varð tveimur að bana. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist 26. ágúst 2020 20:52
Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18
Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 26. ágúst 2020 15:30
Milwaukee mætti ekki til leiks í mótmælaskyni Ekkert verður úr fimmta leik Milwaukee Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en leikmenn Milwaukee ætla ekki að spila leikinn vegna réttindabaráttu svarta. 26. ágúst 2020 20:31