Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 15:30 Doc Rivers er ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í NBA. AP/Ashley Landis Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers. NBA Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers.
NBA Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira