Körfubolti

Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Doc Rivers  er ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í NBA.
Doc Rivers  er ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í NBA. AP/Ashley Landis

Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu.

Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú.

Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum.

„Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers.

Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum.

„Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers.

„Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×