Innlent

Sprengingar og eldglæringar eftir að eldur kom upp í rafmagnstöflu

Andri Eysteinsson skrifar
Allar stöðvar voru kallaðar til.
Allar stöðvar voru kallaðar til. Vísir/Vilhelm

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var gert viðvart um reyk frá byggingu við Bitruháls á sjötta tímanum í kvöld. Að endingu voru allar stöðvar kallaðar til og mætti slökkviliðsmönnum mikill og dökkur reykur við aðaldyr húsnæðisins sem hýsir nokkur fyrirtæki.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu reyndist eldur vera í rafmagnstöflu hússins með tilheyrandi sprenginum og glæringum. Var því kallað til Orkuveitunnar og beðið eftir því að hægt væri að slá rafmagni út í húsinu.

Þegar því var lokið gekk slökkvistarf hratt fyrir sig en töluverð vinna er enn eftir á vettvangi þó að eldurinn sé slökktur. Reykræsta þarf sem og að ganga úr skugga að eldurinn hafi ekki dreift úr sér víðar en í næsta nágrenni rafmagnstöflunnar.

Talið er að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.