Mótherjar Víkings lausir við veiruna og náðu nokkrum æfingum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Víkingar leika í Slóveníu á morgun gegn sterku liði Olimpija Ljubljana. VÍSIR/BÁRA Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28