Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Lionel Messi faðmar Pep Guardiola í einum af lokaleikjum þeirra saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira