Enski boltinn

Brewster skoraði tvö er Liverpool gerði jafntefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brewster skoraði bæði mörk Liverpool í dag.
Brewster skoraði bæði mörk Liverpool í dag. John Powell/Getty Images

Englandsmeistarar Liverpool eru komnir á fullt í undirbúningstímabili sínu fyrir komandi tímabil. Liðið gerði 2-2 jafntefl við Red Bull Salzburg í dag. 

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, styrkti upp sínu sterkasta byrjunarliði ef frá er talinn Trent Alexander-Arnold sem var valinn í landsliðs hóp Englands fyrr í dag.

Leikið var á heimavelli Salzburg í Austurríki og voru heimamenn fljótir að taka forystuna. Það gerði Patson Daka á þriðju mínútu leiksins og tíu mínútum síðar bætti hann við öðru marki sínu og öðru marki Salzburg í leiknum.

Staðan orðin 2-0 og þannig var hún allt þangað til í síðari hálfleik. Hinn tvítugi Rhian Brewster minnkaði metin á 73. mínútu og hafði hann jafnað leikinn í 2-2 áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur 2-2 er Liverpool undirbýr sig fyrir komandi tímabil þar sem liðið á titil að verja.

Virgil van Dijk þurfti að fara meiddur af velli á 55. mínútu vegna höfðuðmeiðsla. Eftir leik sagði Klopp að meiðslin væru ekki alvarleg og ættu ekki að hafa áhrif á komandi leiki hjá Van Dijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×