Erlent

Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny

Andri Eysteinsson skrifar
Alexei Navalny liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín.
Alexei Navalny liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín. getty/Sefa Karacan

Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum.

Hinn 44 ára gamli Navalny missti meðvitund í flugi milli rússnesku borganna Tomsk og Moskvu á fimmtudaginn síðasta. Var vélinni lent í Omsk þar sem hann var lagður inn á spítala. Læknar í Omsk töldu að ekki hafi verið eitrað fyrir Navalny og sögðu líklegra að ástand hans mætti skýra með blóðsykurfalli.

Stuðningsmenn og aðstandendur stjórnmálamannsins, sem hefur verið einn fyrirferðamesti andstæðingur Pútín forseta og stjórnar hans, töldu hins vegar að eitrað hafi verið fyrir honum á flugvellinum í Tomsk. Óskað var eftir því að hann yrði fluttur til Þýskalands sem leyfi fékkst fyrir eftir nokkra andstöðu lækna.

Var Navalníj þá lagður inn á Charité spítalann í Berlín þar sem læknar segja að niðurstöður klínskra rannsókna gefi til kynna að eitrað hafi verið fyrir Navalny með óþekktu efni með bælir virkni kólín-esterasa í líkamanum.

Hefur meðhöndlun hafist en Navalny er enn í dái og ástand hans því alvarlegt. Fjölskylda Navalny segist telja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að tefja flutning hans til Þýskalands þangað til að ummerki eitursins væru horfin úr líkama hans.


Tengdar fréttir

Navalny kominn til Þýskalands

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum.

Heimila flutning Navalny til Þýskalands

Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×