Innlent

Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði

Sylvía Hall skrifar
Ekki hefur tekist að rekja uppruna smitsins. 
Ekki hefur tekist að rekja uppruna smitsins.  Vísir/Vilhelm

Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. Ekkert nýtt smit greindist í gær en stefnt er að því að skima fleiri í bænum næstu daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í morgun. Nítján íbúar Hlífar, sem eru íbúðir fyrir eldri borgara á Ísafirði, voru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins en ekki hefur enn tekist að rekja uppruna þess.

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, að verkferlar yrðu uppfærðir til að tryggja þjónustu samhliða því að viðhalda fullri smitgát. Aðgangur að Hlíf verður áfram takmarkaður.


Tengdar fréttir

Ekki búið að rekja upp­runa smitsins á Hlíf

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins.

Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×