Erlent

Nefna skolphreinsistöð í höfuðið á orðljótum Oliver

Andri Eysteinsson skrifar
Orð Oliver fóru fyrir brjóstið á bæjarstjóra Danbury í Connecticut.
Orð Oliver fóru fyrir brjóstið á bæjarstjóra Danbury í Connecticut. Vísir/AP

Yfirvöld í bænum Danbury í Connecticut hafa ákveðið að nefna skolphreinsistöð bæjarins í höfuðið á breska þáttastjórnandanum John Oliver eftir að hann fór hörðum orðum um dómskerfi nokkurra bæja Connecticut og um bæinn sjálfan.

Bæjarstjórinn Mark Boughton greindi frá ákvörðuninni í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu sinni en AP greindi frá.

„Við ætlum að endurnefna stöðina eftir þér John Oliver. Af hverju? Af því að eins og þú er hún full af skít,“ sagði Boughton.

Oliver ræddi Danbury í þætti sínum og sagðist vita þrjá hluti um bæinn Danbury og var einn af þeim hlutum sá að hann byði hvern einn og einasta íbúa bæjarins velkominn til sín og hann myndi „drulla yfir þau“. Tók Oliver fram að börnin í Danbury væru meðtalin og sagði hann bæjarbúum öllum að eiga sig.

Það hefur farið fyrir brjóstið á íbúum og yfirvöldum í Danbury sem svöruðu grínistanum með þessum hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×