Innlent

Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði

Andri Eysteinsson skrifar
Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví
Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví.

Aðrir 54 íbúar hafa verið hvattir til að halda kyrru fyrir og fara að ítrustu gát næstu vikurnar.

Samkvæmt tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða er ekki ljóst hvaðan smitið barst en unnið er að smitrakningu. Verða smitvarnaðgerðir endurmetnar eftir niðurstöðum rakningar.

Áður hafði verið gripið til ýmissa sóttvarnaaðgerða á Hlíf og hafa þær orðið til þess að fjöldi þeirra sem þarf að fara í sóttkví er töluvert minni en ella.

Öllum íbúum Hlífar I og Hlífar II hefur verið gert viðvart og verður gestum og aðstandendum ekki heimilaður aðgangangur í fyrstu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×