Enski boltinn

Sjáðu magnað mark Gylfa Þórs er Everton hóf undirbúningstímabilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Everton. Vísir/Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur hafið undirbúningstímabil sitt fyrir komandi leiktíð. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fer einkar vel af stað en hann skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-3 jafntefli liðsins gegn Blackpool.

Segja má að undirbúningstímabilið gæti ekki hafa farið verr af stað en Everton voru lentir 3-0 undir eftir aðeins ellefu mínútna leik.

Gylfi Þór lagði upp fyrsta mark Everton í dag en það gerði Dominic Calvert-Lewin á 23. mínútu. Sjö mínútum síðar minnkaði Gylfi Þór muninn og staðan því 3-2 í hálfleik. Gylfi jafnaði svo metin á 72. mínútu með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og lauk leiknum með 3-3 jafntefli.

Hér að neðan má sjá aukaspyrnumark Gylfa í leiknum en hann smurði boltann einfaldlega upp í samskeytin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×