Heimila flutning Navalny til Þýskalands Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:37 Hópur þýskra lækna fór til Omsk-borgar og þrýsti á að Alexander Navalny yrði fluttur til Þýskalands í meðferð. AP/Evgeniy Sofiychuk Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands að sögn fréttastofu AP. Þar mun hann undirgangast frekari meðferð eftir að hafa fallið í dá á dögunum. Hópur þýskra lækna ferðaðist með sjúkraflugi til Rússlands í gær með það fyrir augum að flytja Navalny undir þýskar læknishendur. Rússneskir starfsbræður þeirra mótmæltu því í fyrstu en nú, um sólarhring síðar, hafa þeir ákveðið að verða við beiðni þeirra þýsku. Navalny, sem er einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, var fluttur á gjörgæsludeild í borginni Omsk í gær. Hann missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu og telja stuðningsmenn hans að rússnesk stjórnvöld hafi byrlað honum eitur. Að sama skapi eru þeir fullvissir um að ríkisstjórn Pútíns hafi staðið í vegi fyrir flutning Navalny til Þýskalands. Rússnesku læknanir sögðu að ástand hans væri ekki nógu stöðugt til að heimila flutninginn, að sama skapi sögðust þeir ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny. Stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins segja hins vegar að rússnesk stjórnvöld hafi krafist þess að flutningurinn yrði dreginn á langinn svo að leifar eitursins myndu ekki finnast í blóðinu við rannsóknir í Þýskalandi. Navalny er enn meðvitundarlaus og er ekki gert ráð fyrir því að hann verði kominn til meðvitundar fyrir flugið til Þýskalands á morgun. Forsvarsmenn Evrópusambandsins höfðu kallað eftir því að flutningur Navalny yrði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð gaumgæfilega. Þá höfðu þýskir embættismenn einnig verið í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24