Fótbolti

Lýstu upp Wembley til að senda Ítölum kveðju

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Wembley í ítösku fánalitunum.
Wembley í ítösku fánalitunum. vísir/getty
Stórleikur var fyrirhugaður á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, í gærkvöldi þar sem búið var að skipuleggja vináttuleik enska landsliðsins við það ítalska. Ekkert varð af honum í kjölfar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um gjörvallan heim.Ítalir hafa komið þjóða verst út í faraldrinum til þessa þar sem á sjöunda þúsund manns hafa látist og yfir 70 þúsund manns eru smitaðir af veirunni.Englendingar nýttu það stórkostlega mannvirki sem Wembley er til að senda kveðju til ítölsku þjóðarinnar og var þjóðarleikvangur Englendinga lýstur upp í fánalitum Ítalíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.