Fótbolti

Willum skoraði í öðru tapi BATE í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Willum í leik með U-21 árs landsliði Íslands
Willum í leik með U-21 árs landsliði Íslands vísir/bára
Í Hvíta-Rússlandi er spilaður fótbolti þessa dagana þrátt fyrir ástandið í heiminum vegna Covid-19 og er hvít-rússneska deildin ein af örfáum deildum sem enn er í gangi.Þar leikur Willum Þór Willumsson og hann var í byrjunarliði BATE Borisov þegar liðið sótti Slavia Mozyr heim í dag.Willum kom BATE í forystu eftir tíu mínútna leik en Nikita Melnikov jafnaði metin fyrir heimamenn eftir hálftíma leik. Melnikov var aftur á skotskónum í upphafi síðari hálfleik þegar hann kom Mozyr í 2-1.Reyndust það lokatölur leiksins og hafa Willum og félagar því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.Þegar Willum gekk í raðir félagsins á síðasta ári hafði það drottnað yfir hvít-rússneskum fótbolta í langan tíma en BATE Borisov vann deildina þrettán ár í röð frá 2006-2018. Liðið hafnaði í 2.sæti á síðustu leiktíð og fer ekki vel af stað í ár.


 Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.