Fótbolti

Sjáðu laglegt mark Willums fyrir BATE

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Willum er hér til hægri
Willum er hér til hægri vísir/skjáskot

Willum Þór Willumsson var á skotskónum í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag þegar lið hans BATE Borisov beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í dag, 2-1.

Nær allar knattspyrnudeildir heims hafa gert hlé í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar en ekkert slíkt er í gangi í Hvíta-Rússlandi þar sem fjórir leikir fara fram í dag.

Mark Willums var afar glæsilegt en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Öll mörk sem skoruð eru í Hvíta-Rússlandi eru færð inn á Youtube síðu deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.