Erlent

Minnst fimm látnir vegna eldanna í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Slökkviliðsmaður fylgist með áhöfn flugvélar varpa slökkviefni á eld.
Slökkviliðsmaður fylgist með áhöfn flugvélar varpa slökkviefni á eld. AP/Noah Berger

Gróðureldarnir sem nú brenna víða í norðurhluta Kalíforníuríkis hafa nú leitt til dauða fimm manneskja í það minnsta og tveggja er saknað. Þúsundir heimila eru í hættu og um þrjátíu slökkviliðsmenn hafa slasast í baráttunni við bálið.

Á meðal hinna látnu voru þrír búsettir í vínræktarhéraðinu í Napa dal og einn þyrluflugmaður fórst þegar vél hans hrapaði þar sem hann var að úða vatni yfir eldana.

Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu segir að eldarnir séu skýrt merki um loftslagsbreytingar og í ræðu sinni á landsfundi Demókrataflokksins í gær skoraði hann á alla þá sem efast um loftslagsvandann að heimsækja Kaliforníu.

Newsom hafði tekið upp aðra ræðu sem var á léttari nótum en fannst hún ekki við hæfi miðað við ástandið í Kaliforníu.

AP fréttveitan segir minnst 175 byggingar hafa brunnið, enn sem komið er, og að eldarnir ógni um 50 þúsund byggingum til viðbótar.

Eldarnir hafa nú brennt um 1.250 ferkílómetra í Kaliforníu. Að mestu í norðurhluta ríkisins nærri San Francisco. Rúmlega tíu þúsund slökkviliðsmenn hafa barist gegn eldunum en starfið hefur reynst þeim erfitt, meðal annars vegna landslagsins og sterkrar hitabylgju sem er nú á svæðinu.

Búið er að óska eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna eldanna.


Tengdar fréttir

Eldhafið í Kaliforníu ógnar þúsundum heimila

Gróðureldar í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum ógna þúsundum heimila. Erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að nálgast þá vegna landslagsins, sem er bratt og þakið giljum.

Neyðarástand í Kaliforníu

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×