Innlent

Kórónuveirusmit á sambýli fyrir fatlaða

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Íbúi sambýlisins veiktist eftir heimsókn frá aðstandenda. Myndin er úr erlendum myndabanka.
Íbúi sambýlisins veiktist eftir heimsókn frá aðstandenda. Myndin er úr erlendum myndabanka. getty/ Maskot
Einn íbúi á sambýli fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu smitaðist af kórónuveirunni fyrir tíu dögum og veiktist fimm dögum síðar. Sjö manns, fjórir starfsmenn og þrír íbúar, voru settir í sóttkví eftir að íbúinn veiktist. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fékk íbúinn á sambýlinu sem smitaðist heimsókn frá ættingja þann 1. mars. Sá var að koma af skíðum erlendis af svæði sem hafði á þeim tíma ekki verið skilgreint sem áhættusvæði. Síðar var fólki sem hafði komið af skíðasvæðinu sagt að það þyrfti að fara í sóttkví. 

Íbúi sambýlisins veiktist síðan þann 5. mars en þó ekki mikið. Vegna aðstæðna var hann lagður inn á sjúkrahús og liggur enn þar enn inni. Hann er hins vegar einkennalaus í dag og er búist við að hann snúi heim í dag eða næstu daga.

Sjö manns á sambýlinu sem höfðu verið í nánum tengslum við viðkomandi voru settir í sóttkví; þrír íbúar og fjórir starfsmenn. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og íbúum sambýlisins eftir að smitið kom upp.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.