Loks tapaði Klopp tveggja leikja einvígi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 07:00 Klopp fór mikinn á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46