Fótbolti

Klopp skaut á leik­­stíl At­­letico eftir hafa dottið út úr Meistara­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp í leikslok.
Klopp í leikslok. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield.

Atletico varðist lengi vel með kjafti og klóm í leiknum en stærstan hluta af leiknum voru þeir með alla sína leikmenn á sínum eigin vallarhelmingi þar sem þeir vörðust sterku liði Liverpool. Sá þýski er ekki hrifinn af leikstíl Atletico.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er erfitt að spila gegn svona liði. Ég skil ekki með öll þessi gæði sem þeir hafa að þeir geti ekki spilað almennilegan fótbolta. Þeir standa neðarlega á vellinum og beita skyndisóknum,“ sagði Klopp við BT Sport.





„Við þurfum að taka því en mér líður ekki vel. Ég veit að ég er bara tapsár, sérstaklega þegar drengirnir leggja svona mikið á sig gegn tveim fjögurra manna línum.“

„Við vissum það að á síðustu tveimur árum vorum við heppnir á tímapunktum í Meistaradeildinni en í dag var allt á móti okkur á lykilaugnablikum en aðalmistökin voru að skora ekki fimm mínútum fyrr. Við skoruðum í framlengingunni en ekki í venjulegum leiktíma.“

„Strákarnir voru stórkostlegir þessar 90 mínútur. Þeir spiluðu frábæran fótbolta. Þú sást að við eigum ekki að fá þessi mörk á okkur sem við fengum á okkur. Það er erfitt að útskýra þessi mörk sem við fengum á okkur en við munum koma aftur. Nú erum við úr leik,“ sagði sá þýski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×