Fótbolti

Spezia upp í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sögunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron í leik gegn Venezia í júlí á þessu ári.
Sveinn Aron í leik gegn Venezia í júlí á þessu ári. Vísir/Getty

Spezia – lið Sveins Arons Guðjohnsen – komst í kvöld upp í ítölsku úrvalsdeildina eftir 1-0 tap gegn Frosinone á heimavelli í umspili um laust sæti í deildinni. Spezia vann fyrri leik liðanna 1-0 en þar sem liðið endaði fyrir ofan Frosinone í töflunni á tímabilinu þá fara þeir upp í úrvalsdeildina.

Spezia endaði tímabilið í þriðja sæti en Frosinone því áttunda.

Marcus Rohden skoraði eina mark leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn en Frosinone var mikið sterkari aðilinn í leiknum. Spezia héldu út og munu því leika Í Serie A [ítölsku úrvalsdeildinni] á næsta tímabili.

Hinn 22 ára gamli Sveinn Aron sat allan tímann á varamannabekk Spezia í kvöld. Alls tók hann þátt í 15 deildarleikjum á leiktíðinni, skoraði hann í þeim tvö mör og lagði upp önnur þrjú.

Sveinn gekk í raðir Spezia frá Breiðablik sumarið 2018. Hann var á láni hjá Ravenna í C-deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×