Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2020 12:00 Ljósmyndari Vísis beinir aðdráttarlinsu sinni að Bjarna sem nú er í sóttkví heima hjá sér. Hann má ekki koma nær fólki en sem nemur tveimur metrum. Vísir/Vilhelm Bjarni Ákason framkvæmdastjóri er einn þeirra sem nú er fastur í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Bjarni og fjölskylda hans komu frá Ítalíu á laugardaginn. Hann segir þetta kannski ekki stofufangelsi, hann megi fara út og labba og svona en hann má ekki koma nálægt öðrum, ekki nær en í tveggja metra fjarlægð. Bjarni segir þetta athyglisverða reynslu. Og er reyndar býsna brattur miðað við allar aðstæður. „Það eru ekkert allir sem fá þetta tækifæri,“ segir Bjarni en það bendir allt til þess að fleiri fái að reyna sig í þessum aðstæðum. „Ég er ekki hræddur um að hafa smitast og ef svo er þá er það þannig.“ Bjarni segist hafa átt gott samtal um þetta við landlækni. Og þó hann sé félagslyndur þá segir hann þetta ekki mjög íþyngjandi fyrir sig. „Nei, ekkert mál fyrir mig. Ég get verið að vinna í tölvunni, heyra í mönnum og gera og græja en þetta er verra fyrir börnin,“ segir Bjarni en hann og eiginkona hans, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, eru með þrjú börn, tvo syni og eldri stelpu. „Þeir geta ekki hitt vini sína og hún ekki kærastann sinn.“ Svaðilferðir í ítölsku Alpana Fjölskyldan hefur farið árlega til Madonna di Campiglo sem er staðsettur í ítölsku Ölpunum og hafa það reynst hinar mestu ævintýra- ef ekki svaðilfarir. Í fyrra kom upp stórbruni í bænum, meðal annars brann hótel sem Íslendingarnir dvöldu á. „Alltaf einhver ævintýri. Þegar við vorum að fara út bilaði vélin. En, nei, það er engan bilbug á mér að finna,“ segir Bjarni sem hefur ekki í hyggju að láta kórónuvírusinn verða til þess að hann hætti að lifa lífinu. Bjarni telur helst til mikla hysteríu einkenna umræðuna og aðgerðir virðist honum handahófskenndar.Vísir/Vilhelm „Nei, ég er hvergi hræddur,“ segir Bjarni sem stefnir ótrauður á árlega golfferð til Spánar eftir rúmlega einn og hálfan mánuð. Hann segir reyndar að þetta smit hafi verið að aukast á Spáni og það gæti sett strik í reikninginn. „Þetta er að verða kúnstugt. Virðist vera í einhverri rénun í Kína sem gefur manni von um að það sé að sljákka í þessu. Maður vonar það náttúrlega.“ Umræðan einkennist af hysteríu Bjarni getur ekki neitað því að honum þykir umræðan vera heldur hysterísk fyrir sinn smekk. „Úti á Ítalíu voru menn talsvert rólegri. Maður var svona eitthvað að kanna ástandið, spyrjast fyrir en þar gáfu menn ekkert fyrir þetta. Þeir sem ég talaði við voru ekkert að stressa sig þegar maður var að spyrja. Þeir gáfu ekkert út á þetta. Ólíkt meiri taugaveiklun hér heima.“ Bjarni setur reyndar fyrirvara þar á, skíðasvæðin eru þeirra gullgæs og kannski vilja þeir þar gera minna úr vandanum en meira; þeir vilja ekki að svæðinu verði lokað. „Maður heyrði aldrei neitt panikk þar. Sá fyrst votta fyrir því á flugvellinum, þar var slatti af fólki með grímur og þá varð maður fyrst var við þetta.“ Handahófskenndar aðgerðir Fjölskyldan kom til landsins á laugardaginn, flugu heim frá Veróna. „Einn í hópnum greindist. Þeir voru tveir sem létu testa sig, annar var með þetta. Það kom vél viku á undan sem var með annan sýktan. Ég held að það fólk hafi ekki verið sett í sóttkví sem kom með þeirri vél. Ekki svo ég viti. Við vorum hins vegar öll sett í sóttkví. Það finnur enginn neitt. Engin einkenni eða neitt.“ Bjarni má fara út að labba og notfærir sér það óspart. Hann óttast efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Finnst þér þetta þá vera handahófskenndar aðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til?„Já, svolítið. Svo er fólk að streyma hingað frá Evrópu, Munchen og London, ég sé ekki alveg muninn á þessu en þeir kannski sjá þetta öðru vísi.“ Efnahagslegar hamfarir í kortunum Bjarni segist ekki vita hver það var sem greindist jákvæður. Hann sá aldrei neitt hvorki á flugvellinum né í fluginu sjálfu sem gat gefið eitthvað slíkt til kynna. Bjarni hefur mestar áhyggjur af því að þetta kunni að leiða til efnahagslegra þrenginga ef ekki hamfara. „Það er það versta í þessu. Þetta hlýtur að hafa gríðarleg áhrif á túrismann okkar. En það er ekkert komið fram. Keðjan er slitin. Kína er ekki að framleiða neitt, menn fá ekkert vörur. Ef lönd fara að lokast þá verður þetta erfitt. Ég held að menn ættu að róa sig í að loka öllu. Ef einhver er taugaveiklaður þá ætti sá bara að vera heima hjá sér. En, það eru auðvitað ýmsar kenningar um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Tengdar fréttir Bjarni kaupir meirihluta í Bako Ísbergi Bjarni Ákason framkvæmdastjóri stefnir á að veltan fari úr 800 milljónum króna í einn milljarð á tveimur árum. 16. janúar 2019 08:45 Íslendingar upplifa stórbruna á Ítalíu Hálfur bærinn brann í Madonna di Campiglo á Ítalíu. 26. febrúar 2019 16:32 Bjarni Ákason selur meirihluta sinn í Epli Guðni Eiríksson kaupir meirihluta í Skakkaturni ehf.,,nánar þekkt sem Epli. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Bjarni Ákason framkvæmdastjóri er einn þeirra sem nú er fastur í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Bjarni og fjölskylda hans komu frá Ítalíu á laugardaginn. Hann segir þetta kannski ekki stofufangelsi, hann megi fara út og labba og svona en hann má ekki koma nálægt öðrum, ekki nær en í tveggja metra fjarlægð. Bjarni segir þetta athyglisverða reynslu. Og er reyndar býsna brattur miðað við allar aðstæður. „Það eru ekkert allir sem fá þetta tækifæri,“ segir Bjarni en það bendir allt til þess að fleiri fái að reyna sig í þessum aðstæðum. „Ég er ekki hræddur um að hafa smitast og ef svo er þá er það þannig.“ Bjarni segist hafa átt gott samtal um þetta við landlækni. Og þó hann sé félagslyndur þá segir hann þetta ekki mjög íþyngjandi fyrir sig. „Nei, ekkert mál fyrir mig. Ég get verið að vinna í tölvunni, heyra í mönnum og gera og græja en þetta er verra fyrir börnin,“ segir Bjarni en hann og eiginkona hans, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, eru með þrjú börn, tvo syni og eldri stelpu. „Þeir geta ekki hitt vini sína og hún ekki kærastann sinn.“ Svaðilferðir í ítölsku Alpana Fjölskyldan hefur farið árlega til Madonna di Campiglo sem er staðsettur í ítölsku Ölpunum og hafa það reynst hinar mestu ævintýra- ef ekki svaðilfarir. Í fyrra kom upp stórbruni í bænum, meðal annars brann hótel sem Íslendingarnir dvöldu á. „Alltaf einhver ævintýri. Þegar við vorum að fara út bilaði vélin. En, nei, það er engan bilbug á mér að finna,“ segir Bjarni sem hefur ekki í hyggju að láta kórónuvírusinn verða til þess að hann hætti að lifa lífinu. Bjarni telur helst til mikla hysteríu einkenna umræðuna og aðgerðir virðist honum handahófskenndar.Vísir/Vilhelm „Nei, ég er hvergi hræddur,“ segir Bjarni sem stefnir ótrauður á árlega golfferð til Spánar eftir rúmlega einn og hálfan mánuð. Hann segir reyndar að þetta smit hafi verið að aukast á Spáni og það gæti sett strik í reikninginn. „Þetta er að verða kúnstugt. Virðist vera í einhverri rénun í Kína sem gefur manni von um að það sé að sljákka í þessu. Maður vonar það náttúrlega.“ Umræðan einkennist af hysteríu Bjarni getur ekki neitað því að honum þykir umræðan vera heldur hysterísk fyrir sinn smekk. „Úti á Ítalíu voru menn talsvert rólegri. Maður var svona eitthvað að kanna ástandið, spyrjast fyrir en þar gáfu menn ekkert fyrir þetta. Þeir sem ég talaði við voru ekkert að stressa sig þegar maður var að spyrja. Þeir gáfu ekkert út á þetta. Ólíkt meiri taugaveiklun hér heima.“ Bjarni setur reyndar fyrirvara þar á, skíðasvæðin eru þeirra gullgæs og kannski vilja þeir þar gera minna úr vandanum en meira; þeir vilja ekki að svæðinu verði lokað. „Maður heyrði aldrei neitt panikk þar. Sá fyrst votta fyrir því á flugvellinum, þar var slatti af fólki með grímur og þá varð maður fyrst var við þetta.“ Handahófskenndar aðgerðir Fjölskyldan kom til landsins á laugardaginn, flugu heim frá Veróna. „Einn í hópnum greindist. Þeir voru tveir sem létu testa sig, annar var með þetta. Það kom vél viku á undan sem var með annan sýktan. Ég held að það fólk hafi ekki verið sett í sóttkví sem kom með þeirri vél. Ekki svo ég viti. Við vorum hins vegar öll sett í sóttkví. Það finnur enginn neitt. Engin einkenni eða neitt.“ Bjarni má fara út að labba og notfærir sér það óspart. Hann óttast efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Finnst þér þetta þá vera handahófskenndar aðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til?„Já, svolítið. Svo er fólk að streyma hingað frá Evrópu, Munchen og London, ég sé ekki alveg muninn á þessu en þeir kannski sjá þetta öðru vísi.“ Efnahagslegar hamfarir í kortunum Bjarni segist ekki vita hver það var sem greindist jákvæður. Hann sá aldrei neitt hvorki á flugvellinum né í fluginu sjálfu sem gat gefið eitthvað slíkt til kynna. Bjarni hefur mestar áhyggjur af því að þetta kunni að leiða til efnahagslegra þrenginga ef ekki hamfara. „Það er það versta í þessu. Þetta hlýtur að hafa gríðarleg áhrif á túrismann okkar. En það er ekkert komið fram. Keðjan er slitin. Kína er ekki að framleiða neitt, menn fá ekkert vörur. Ef lönd fara að lokast þá verður þetta erfitt. Ég held að menn ættu að róa sig í að loka öllu. Ef einhver er taugaveiklaður þá ætti sá bara að vera heima hjá sér. En, það eru auðvitað ýmsar kenningar um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Tengdar fréttir Bjarni kaupir meirihluta í Bako Ísbergi Bjarni Ákason framkvæmdastjóri stefnir á að veltan fari úr 800 milljónum króna í einn milljarð á tveimur árum. 16. janúar 2019 08:45 Íslendingar upplifa stórbruna á Ítalíu Hálfur bærinn brann í Madonna di Campiglo á Ítalíu. 26. febrúar 2019 16:32 Bjarni Ákason selur meirihluta sinn í Epli Guðni Eiríksson kaupir meirihluta í Skakkaturni ehf.,,nánar þekkt sem Epli. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Bjarni kaupir meirihluta í Bako Ísbergi Bjarni Ákason framkvæmdastjóri stefnir á að veltan fari úr 800 milljónum króna í einn milljarð á tveimur árum. 16. janúar 2019 08:45
Íslendingar upplifa stórbruna á Ítalíu Hálfur bærinn brann í Madonna di Campiglo á Ítalíu. 26. febrúar 2019 16:32
Bjarni Ákason selur meirihluta sinn í Epli Guðni Eiríksson kaupir meirihluta í Skakkaturni ehf.,,nánar þekkt sem Epli. 1. desember 2016 14:46