Enski boltinn

Gerrard hættur við að hætta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Gerrard var nærri því hættur með Rangers eftir slæmt tap í bikarnum um helgina.
Steven Gerrard var nærri því hættur með Rangers eftir slæmt tap í bikarnum um helgina. vísir/getty

Steven Gerrard, stjóri Rangers, íhugaði stöðu sína eftir að Rangers datt út úr skoska bikarnum gegn Hearts fyrr í vikunni en hefur nú ákveðið að halda áfram með liðið.

Rangers er að elta Celtic á toppi skosku úrvalsdeildarinnar og tapið í 8-liða úrslitum bikarsins sagði Gerrard hafa verið versta tapið síðan hann tók við árið 2018.

Gerrard og lærisveinar hafa þó farið á kostum í Evrópudeildinni og mæta á fimmtudaginn Bayern Leverkusen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Næsta verkefni Rangers er gegn Hamilton annað kvöld og hann ræddi við blaðamenn í tilefni af þeim leik.

„Ég er góður. Ég er tilbúinn í næstu áskorun. Leikurinn um helgina og var rosalega mikil vonbrigði og ég hef hugsað mikið með fólkinu í kringum mig og ég er tilbúinn á ný,“ sagði Gerrard.







„Ég skoða sjálfan mig og hvað það er sem ég þarf að gera betur. Ég held að ef þú vilt lifa í þessu starfi þarftu að koma til baka. Laugardagurinn var ekki góður og ég mun ekki neita því. Ég mun alltaf vera hreinskilinn.“

„Ég fer allur í þetta verkefni. Ég skrifaði undir þetta og ég vissi að það myndi koma bakslög. Þá er tíminn sem félagið þarf mig mest og halda áfram að bæta okkur og sjá til þess að mistökin gerast ekki aftur.“

„Ég hugsað um hvað við erum og hvað þurfi að gerast. Við þurfum að vera klárir á morgun og fara inn í landsleikjahléið í sem bestu ásigkomulagi. Svo í sumar munum við setjast niður og ræða hvernig við komumst lengra með liðið,“ sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×