Enski boltinn

Newcastle í 8-liða úrslitin | Sheffield Utd vann í framlengingu

Sindri Sverrisson skrifar
Newcastle-menn fagna einu marka sinna í kvöld.
Newcastle-menn fagna einu marka sinna í kvöld. vísir/getty

Newcastle vann í kvöld 3-2 sigur á útivelli gegn West Bromwich Albion og komst þar með áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

Miguel Alimrón kom Newcastle í 2-0 með mörkum í fyrri hálfleik og Valentino Lazaro jók muninn snemma í seinni hálfleik. Matt Phillips minnkaði muninn á 74. mínútu og varamaðurinn Kenneth Zohore hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði í uppbótartíma, en þar við sat.

Sheffield United sló Reading út með 2-1 sigri á útivelli í framlendum leik. David McGoldrick kom Sheffield yfir í upphafi leiks en rúmenski landsliðsmaðurinn George Puscas jafnaði metin fyrir Reading rétt fyrir leikhlé úr vítaspyrnu. Það var svo rétt fyrir leikhlé í framlengingu sem að Billy Sharp skoraði sigurmarkið.

Fyrr í kvöld vann Chelsea 2-0 sigur á Liverpool.

Arsenal varð í gær fyrst liða til að komast í 8-liða úrslitin en keppnin heldur áfram á morgun.


Tengdar fréttir

Arsenal fyrst í 8-liða úrslitin

Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með að slá út C-deildarlið Portsmouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×