Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 15:49 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, ítrekaði mikilvægi hreinlætis og handþvottar í pontu Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
„Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis í dag. Ólafur Þór, sem er öldrunarlæknir og starfaði áður sem slíkur, nýtti tækifærið undir liðnum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag til að ítreka mikilvægi handþvottar og þess að gæta að hreinlæti nú þegar kórónuveirufaraldur herjar á heimsbyggðina. „Þessi sjálfsagða aðgerð sem heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnalæknir og fleiri eru búnir að leggja til við okkur að við förum öll í, gerum sem oftast, tekur samtals tólf sekúndur af okkar tíma,“ sagði Ólafur Þór um leið og hann benti á að sprittbrúsa væri að finna út um allt þinghúsið og víða úti í samfélaginu. Með því að vera dugleg að nota spritt og huga vel að handþvotti séum við ekki aðeins að verja okkur sjálf heldur einnig þá sem viðkvæmari eru fyrir. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum, sóttvarnalækni, heilbrigðiskerfinu öllu og almenningi í landinu fyrir viðbrögð þeirra við sjálfsögðum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. „Við erum að berjast við faraldur á heimsvísu sem hefur dánartíðni einhvers staðar á bilinu 0,5% til 8%. Ef þið haldið ágætu háttvirtu þingmenn að átta prósentin séu frá einhverri þróunarlandi er svo ekki. 8% dánartíðnin er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hálfa prósentið er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Þór. „Umfram allt, förum eftir leiðbeiningum, sprittum okkur því þetta er verkefni sem við verðum að leysa saman.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira