Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2020 16:36 Baldur segir að staðreyndin sé sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur. „Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
„Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16