Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2020 16:22 Meðal þess sem hið virka Félag eldri borgara á Selfossi gerir er að spila félagsvist. Félagar sem eru nýkomnir frá Tenerife eða Ítalíu eru beðnir um að halda sig heima næstu tvær vikur eða svo. Getty/Izusek Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði. Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði.
Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30
Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40