Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 17:08 Verið er að vinna að því hörðum höndum að auka afkastagetu í greiningu smita á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. vísir/vilhelm Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa tíu verið greind í dag. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýlega verið á svæðum sem skilgreind hafa verið sem með mikla smithættu, til að mynda á Norður-Ítalíu. Ekkert innanlandssmit hefur komið upp. Fram kom í hádeginu að fjögur ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum hafi verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í morgun. Tvö ný smit greindust jafnframt seint í gærkvöldi. Þeir sem greindust í dag eru við góða heilsu en sýna þó einkenni. Allir einstaklingarnir, þar á meðal þeir sem greindust með veiruna í dag, voru á ferðalagi á Norður-Ítalíu eða Austurríki og höfðu því fengið ráðleggingar um að vera í sóttkví. Þetta segir í tilkynningu frá almannavörnum. „Íslensk stjórnvöld hafa gripið til hnitmiðaðra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir víðtæka útbreiðslu COVID-19-veirunnar. Engin smit hafa greinst sem rekja má til innlendra smitleiða,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hér á landi hafi mörg tilfelli greinst miðað við höfðatölu og í alþjóðlegum samanburði. Þá sé mikilvægt að hafa í huga að hér hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða. Það sé þessum ráðstöfunum að þakka að smit hafi greinst snemma hér á landi með tilheyrandi fækkun á mögulegum smitleiðum. Nú eru 380 manns hér á landi í sóttkví og er nú unnið hart að því að auka afkastagetu í greiningu smita á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna:Nýjast:Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran?Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna:Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar:Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa tíu verið greind í dag. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýlega verið á svæðum sem skilgreind hafa verið sem með mikla smithættu, til að mynda á Norður-Ítalíu. Ekkert innanlandssmit hefur komið upp. Fram kom í hádeginu að fjögur ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum hafi verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í morgun. Tvö ný smit greindust jafnframt seint í gærkvöldi. Þeir sem greindust í dag eru við góða heilsu en sýna þó einkenni. Allir einstaklingarnir, þar á meðal þeir sem greindust með veiruna í dag, voru á ferðalagi á Norður-Ítalíu eða Austurríki og höfðu því fengið ráðleggingar um að vera í sóttkví. Þetta segir í tilkynningu frá almannavörnum. „Íslensk stjórnvöld hafa gripið til hnitmiðaðra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir víðtæka útbreiðslu COVID-19-veirunnar. Engin smit hafa greinst sem rekja má til innlendra smitleiða,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hér á landi hafi mörg tilfelli greinst miðað við höfðatölu og í alþjóðlegum samanburði. Þá sé mikilvægt að hafa í huga að hér hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða. Það sé þessum ráðstöfunum að þakka að smit hafi greinst snemma hér á landi með tilheyrandi fækkun á mögulegum smitleiðum. Nú eru 380 manns hér á landi í sóttkví og er nú unnið hart að því að auka afkastagetu í greiningu smita á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna:Nýjast:Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran?Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna:Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar:Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14