Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 5. mars 2020 08:04 Skemmtiferðaskipið Grand Princess hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. AP/Scott Strazzante Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24